Færslur

Kant og stjörnuhiminninn

  Immanuel Kant úr  Gagnrýni verklegrar skynsemi  (1788) Niðurstaða Tvennt fyllir hugann með sífellt nýrri og aukinni undrun og lotningu því oftar og stöðugar sem ég hugsa um það: Stjörnuhiminninn yfir mér og siðferðislögmálið inni í mér. Hvorugs þarf ég að leita, eða láta mér nægja að gruna, eins og það væri hulið myrkri eða horfið í hið upphafna utan sjóndeildarhrings míns; ég sé það frammi fyrir mér og tengi það milliliðalaust við vitundina um tilvist mína. Hið fyrra byrjar á þeim stað sem ég fylli í ytri skynheimi og víkkar tengingar mínar út í ómælanlegar víddir með heimum yfir heimum og kerfum af kerfum og auk þess í takmarkalaus tímaskeið þeirra lotubundnu hreyfingar, í upphaf þeirra og framhald. Hið síðara byrjar í mínu ósýnilega sjálfi, í persónuleika mínum, og setur mig inn í heim sem er sannarlega óendanlegur en aðeins greinanlegur skilningnum, heim sem ég veit mig tengdan (og með því líka tengdan öllum þessum sýnilegu heimum) ekki aðeins með tilfallandi hætti heldur alme

Fjórar tækifærisvísur

 Ég hef ekki gert vísur  nokkuð lengi. Ég lifi eftir reglunni um að gera bara það sem mig langar til og undanfarin misseri, eftir ævintýrið um Rímur af stígvélakisu, hefur mig bara ekki langað nógu mikið. Samt veit ég að hagmælsku þarf að rækta; maður þarf að æfa sig og halda sér við, helst með daglegum æfingum eins og fótboltamenn og hljóðfæraleikarar gera.  Samt skortir ekki áform. Ég er með hugmyndir um nýjar rímur og ljóðabækur. En í kvöld gerði ég fjórar vísur með því að svara nokkrum hagyrðignum kunningjum mínum á Boðnarmiði. Gjörið svo vel: Svar til Hallmundar Guðmundssonar vegna þess að hann lofaði írskt kaffi: Það sem alltaf gleður gest og gerir þjóðir hýrar, það er kaffiblandið best er brugga kátir Írar. Svar til Péturs Stefánssonar: Stundum ef að úti er kalt úr mér næ ég hrolli; hressir morgunhúmið allt heitur kaffibolli. Svar til Antons Helga vegna umræðu um Kára Stefáns: Rata kýr á rétta bása, rásar fé um græna ása; áttavilltur einn ég mása, „idiot honoris causa“. Magnús H

Ímyndunarafl býr til þekkingu

Hér kemur framhald á hugleiðingum Kants frá því um daginn. Í þessum fáu línum kemur fram kjarninn í þekkingarfræði hans: kenningin um að við þekkjum ekki hlutina eins og þeir eru í sjálfum sér heldur fyrirbæri sem hugurinn mótar. Hér koma fyrir nokkkur lykilhugtök Kants en hið mikilvægasta er kannski hugtakið synthesis sem hér er þýtt ýmist „samsetning“ eða „sameining. Gríska orðið þýðir bókstaflega sam-setning og nærtækast kannski að þýða þannig. Orðið „sameining“ hefur samt blæbrigði sem eiga við í textanum: að það sem var sett saman sé eining.  „Sameining yfirleitt er (eins og við munum sjá í framhaldinu) afurð ímyndunarafls sem er blind en ómissandi aðgerð sálarinnar. Án hennar hefðum við ekki neina þekkingu en þó erum við sjaldan meðvituð um hana. Hitt, að koma hugtökum yfir þessa sameiningu, er aðgerð sem tilheyrir skilningi og það er ekki fyrr en með henni sem sem hann færir okkur eiginlega þekkingu. Hrein sameining, almennt talað , gefur af sér hreint skilningshugtak. Ég skil

Kant á íslensku

„ Samsetning í almennustu merkingu er samkvæmt mínum skilningi sú athöfn að bæta mismunandi hugmyndum hverri við aðra og að hugtaka margbreytileika þeirra í einni þekkingu. Slík samsetning er hrein ef margbreytileikinn er ekki rauntækur heldur gefinn fyrirfram (eins og rúm og tími). Áður en farið er að greina hugmyndir verða þær að vera gefnar og engin hugtök fá innihald með greiningu. Samsetning margbreytileika (hvort sem hann er rauntækur eða fyrirfram gefinn) dregur fram þekkingu sem er að vísu hrá og rugluð til að byrja með og þarfnast því greiningar; en það er samsetning sem safnar efnivið í þekkingu og sameinar hann til ákveðinnar einingar: Hún er semsagt það fyrsta sem við þurfum að gefa gaum þegar við viljum dæma um fyrsta uppruna þekkingar okkar.“ Immanuel Kant, Gagnrýni hreinnar skynsemi A77–78/B103

Úr Rímum af Vígkæni kúahirði eftir Þórð Grunnvíking Þórðarson

Mynd
Árið 1886 kom út í Reykjavík Sagan af Vígkæni kúahirði . Ekkert er sagt um hver sé höfundur eða hvaðan sagan komi en hún er sambland af ævintýrum, riddarasögum og fornaldarsögum, um pilt sem liggur í eldhúsi í foreldrahúsum en verður mikill riddari og eignast prinsessu og konungsríki. Á næstu árum ortu að minnsta kosti þrjú skáld rímur út frá þessari sögu ( Rímnatal I , bls. 495). Meðal þeirra var Þórður Þórðarson, langafi minn. Því miður eru aðeins brot úr rímum hans varðveitt. Þau eru í safni af ýmsum rímum sem frændi hans, Magnús Hj. Magnússon, skrifaði. Hann virðist hafa haft allar rímurnar fyrir framan sig en aðeins valið úr þeim fáar vísur. Það þykir mér skaði. Og hvar er handritið sem hann fór eftir?! Í sumar fór ég í Þjóðarbókhlöðuna til að skoða þetta handrit og ljósmyndaði nokkrar blaðsíður úr því. Nú hef ég skrifað upp þær vísur eftir langafa minn sem þar standa. Ég er ekki sagnfræðingur og óvanur að lesa handrit svo ég ábyrgist ekki alveg að ég hafi alltaf lesið rétt þó að

Þórður Grunnvíkingur yrkir um strand Vestu

Mynd
Strandferðaskipið Vesta strandað nálægt Hnífsdal í febrúar 1913 17. febrúar 1913 lagði strandferðaskipið Vesta af stað frá Ísafirði á suðurleið. Um borð var langafi minn, Þórður Grunnvíkingur, sem hafði ákveðið með stuttum fyrirvara að fara nokkurskonar menningarreisu til Reykjavíkur. Ferðin byrjaði brösulega eins og hann skrifaði í dagbókina sína:  Við vorum undir þiljum og uggðum ei að fyrr en við heyrðum 3 högg mikil, er því var líkast sem skipið rynni á grunn. Gátum við varla trúað því og rukum upp. Sáum þá hvað um var; Vesta var komin upp á grunn við Völlurnar, innanvert við Hnífsdal og undraði okkur hvað hún var grunnt uppá blindum Hraunbæ. Allt fór þó vel og langafi minn fór tveimur dögum síðar með Botníu til Reykjavíkur. Þar dvaldi hanní í viku og sat ekki auðum höndum: lét prenta ljóðabók sína, hélt skemmtun fyrir bæjarbúa í Bárunni þar sem hann kvað rímur milli þess sem hann hitti ýmsa merkismenn í bænum. Dabókarfærslur hans þessa daga þykja mér stórfróðlegar heimildir og öll

Rímur af stígvélakisu: auglýsingavísur

Mynd
  Rímur af stígvélakisu komu út 2. október og hafa fengið góðar viðtökur. Ég heyri frá lesendum að þeir hafi skemmt sér vel við lesturinn. Bókin hefur aðeins verið auglýst á samfélagsmiðlum og mér fannst nauðsynlegt að auglýsingarnar væru í bundnu máli. Hér eru vísurnar sem komnar eru. 15. september Skemmtilega bók vil bjóða bestu vinum stuðlaljóða: gerður til að gleðja okkur gamansamur rímnaflokkur. 20. september, boðið í útgáfuhóf Ritað hef ég rímnakver, runu söguljóða, hér með vil ég hana þér hæversklega bjóða. Ísafoldar öllum lýð ölið Sónar veiti, kátu ljóðaliði býð laugardag í teiti *** Þar um kostakvæðabálk kímilegan ræðir, sagan er um séðan skálk sem á flestu græðir. 8. október Rímur sem að sagt var frá að samdar hefðu verið núna loksins lesa má og líta augum kverið. 15. nóvember Bókatíðindin, besta rit  í bænum, segir fréttir: Lagðir fram með lúðraþyt ljóðaveisluréttir! Yndislegt er ævintýr, ómar rímukliður, kvæði góð um kattardýr kæta munu yður. Gefa munu gæsahúð glennur æsile