Rímur af stígvélakisu: auglýsingavísur
Rímur af stígvélakisu komu út 2. október og hafa fengið góðar viðtökur. Ég heyri frá lesendum að þeir hafi skemmt sér vel við lesturinn. Bókin hefur aðeins verið auglýst á samfélagsmiðlum og mér fannst nauðsynlegt að auglýsingarnar væru í bundnu máli. Hér eru vísurnar sem komnar eru. 15. september Skemmtilega bók vil bjóða bestu vinum stuðlaljóða: gerður til að gleðja okkur gamansamur rímnaflokkur. 20. september, boðið í útgáfuhóf Ritað hef ég rímnakver, runu söguljóða, hér með vil ég hana þér hæversklega bjóða. Ísafoldar öllum lýð ölið Sónar veiti, kátu ljóðaliði býð laugardag í teiti *** Þar um kostakvæðabálk kímilegan ræðir, sagan er um séðan skálk sem á flestu græðir. 8. október Rímur sem að sagt var frá að samdar hefðu verið núna loksins lesa má og líta augum kverið. 15. nóvember Bókatíðindin, besta rit í bænum, segir fréttir: Lagðir fram með lúðraþyt ljóðaveisluréttir! Yndislegt er ævintýr, ómar rímukliður, kvæði góð um kattardýr kæta munu yður. Gefa munu gæsahúð glen...