Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2023

Kant á íslensku

„ Samsetning í almennustu merkingu er samkvæmt mínum skilningi sú athöfn að bæta mismunandi hugmyndum hverri við aðra og að hugtaka margbreytileika þeirra í einni þekkingu. Slík samsetning er hrein ef margbreytileikinn er ekki rauntækur heldur gefinn fyrirfram (eins og rúm og tími). Áður en farið er að greina hugmyndir verða þær að vera gefnar og engin hugtök fá innihald með greiningu. Samsetning margbreytileika (hvort sem hann er rauntækur eða fyrirfram gefinn) dregur fram þekkingu sem er að vísu hrá og rugluð til að byrja með og þarfnast því greiningar; en það er samsetning sem safnar efnivið í þekkingu og sameinar hann til ákveðinnar einingar: Hún er semsagt það fyrsta sem við þurfum að gefa gaum þegar við viljum dæma um fyrsta uppruna þekkingar okkar.“ Immanuel Kant, Gagnrýni hreinnar skynsemi A77–78/B103