Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2023

Ímyndunarafl býr til þekkingu

Hér kemur framhald á hugleiðingum Kants frá því um daginn. Í þessum fáu línum kemur fram kjarninn í þekkingarfræði hans: kenningin um að við þekkjum ekki hlutina eins og þeir eru í sjálfum sér heldur fyrirbæri sem hugurinn mótar. Hér koma fyrir nokkkur lykilhugtök Kants en hið mikilvægasta er kannski hugtakið synthesis sem hér er þýtt ýmist „samsetning“ eða „sameining. Gríska orðið þýðir bókstaflega sam-setning og nærtækast kannski að þýða þannig. Orðið „sameining“ hefur samt blæbrigði sem eiga við í textanum: að það sem var sett saman sé eining.  „Sameining yfirleitt er (eins og við munum sjá í framhaldinu) afurð ímyndunarafls sem er blind en ómissandi aðgerð sálarinnar. Án hennar hefðum við ekki neina þekkingu en þó erum við sjaldan meðvituð um hana. Hitt, að koma hugtökum yfir þessa sameiningu, er aðgerð sem tilheyrir skilningi og það er ekki fyrr en með henni sem sem hann færir okkur eiginlega þekkingu. Hrein sameining, almennt talað , gefur af sér hreint skilningshugtak. Ég s...