Hallgrímur Helgason og ég í München
Um daginn las ég bókina Sjóveikur í München eftir Hallgrím Helgason. Ég hef ætlað mér að lesa hana frá því hún kom út fyrir nokkrum árum en ég er einn þeira sem hef átt erfitt með hinar þykku skáldsögur Hallgríms vegna yfirflæðandi mælsku hans. Þessi bók fannst mér þó eiga erindi við mig því hún fjallar um ungan Íslending í München eins og ég var einu sinni. Hallgrímur er ári eldri en ég og kom til München árið sem hann varð 22 ára en ég kom þangað þremur árum síðar, árið sem ég varð 24 ára. Ég kannast við umhverfið sem hann lýsir: göturnar sem hann nefnir, lestastöðvarnar, októberhátíðina og fleira. Nokkur atriði eru alveg eins í sögum okkar beggja. Eitt er að fyrstu vikurnar í München dvelur hann á stúdentagarði í Schwabing í herbergi sem hann fær lánað af Íslendingi. Þegar ég kom fyrst til München fékk ég inni í herbergi landa míns sem var ókominn þangað til ég fann mér annað húsnæði. Síðan leigir hann herbergi í úthverfi af konu sem vinnur hjá Siemens. Síðar í bókinni n...