Þórður Grunnvíkingur yrkir um strand Vestu
Strandferðaskipið Vesta strandað nálægt Hnífsdal í febrúar 1913 17. febrúar 1913 lagði strandferðaskipið Vesta af stað frá Ísafirði á suðurleið. Um borð var langafi minn, Þórður Grunnvíkingur, sem hafði ákveðið með stuttum fyrirvara að fara nokkurskonar menningarreisu til Reykjavíkur. Ferðin byrjaði brösulega eins og hann skrifaði í dagbókina sína: Við vorum undir þiljum og uggðum ei að fyrr en við heyrðum 3 högg mikil, er því var líkast sem skipið rynni á grunn. Gátum við varla trúað því og rukum upp. Sáum þá hvað um var; Vesta var komin upp á grunn við Völlurnar, innanvert við Hnífsdal og undraði okkur hvað hún var grunnt uppá blindum Hraunbæ. Allt fór þó vel og langafi minn fór tveimur dögum síðar með Botníu til Reykjavíkur. Þar dvaldi hanní í viku og sat ekki auðum höndum: lét prenta ljóðabók sína, hélt skemmtun fyrir bæjarbúa í Bárunni þar sem hann kvað rímur milli þess sem hann hitti ýmsa merkismenn í bænum. Dabókarfærslur hans þessa daga þykja mér stórfróðlegar heimildir og...