Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2022

Úr Rímum af Vígkæni kúahirði eftir Þórð Grunnvíking Þórðarson

Mynd
Árið 1886 kom út í Reykjavík Sagan af Vígkæni kúahirði . Ekkert er sagt um hver sé höfundur eða hvaðan sagan komi en hún er sambland af ævintýrum, riddarasögum og fornaldarsögum, um pilt sem liggur í eldhúsi í foreldrahúsum en verður mikill riddari og eignast prinsessu og konungsríki. Á næstu árum ortu að minnsta kosti þrjú skáld rímur út frá þessari sögu ( Rímnatal I , bls. 495). Meðal þeirra var Þórður Þórðarson, langafi minn. Því miður eru aðeins brot úr rímum hans varðveitt. Þau eru í safni af ýmsum rímum sem frændi hans, Magnús Hj. Magnússon, skrifaði. Hann virðist hafa haft allar rímurnar fyrir framan sig en aðeins valið úr þeim fáar vísur. Það þykir mér skaði. Og hvar er handritið sem hann fór eftir?! Í sumar fór ég í Þjóðarbókhlöðuna til að skoða þetta handrit og ljósmyndaði nokkrar blaðsíður úr því. Nú hef ég skrifað upp þær vísur eftir langafa minn sem þar standa. Ég er ekki sagnfræðingur og óvanur að lesa handrit svo ég ábyrgist ekki alveg að ég hafi alltaf lesið rétt þó að ...