Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2018

Turninn minn

Stundum hef ég lýst fyrir vinum mínum að ég vildi búa í turni. Orðtakið um fílabeinsturn hafði sitt að segja. Helst sá ég fyrir mér vita. Viti lýsir skipum og vísar þeim hvert eigi að stefna. Tóbías í turninum, sem spáði fyrir um veður, hafði líka áhrif á mig. Einnig gæti ég nefnt stjörnufræðingana í Múmínálfunum sem fylgdust með halastjörnunni úr turni. Auk þess fann ég til skyldleika með hinum opineyga franska einfara Montaigne sem sat í turni umkringdur bókasafni sínu og skynjaði allar hræringar í sálarlífi samborgara sinna. Mér þótti turn viðeigand samastaður fyrir heimspeking. Svo flutti ég í íbúð á fjórðu hæð í blokk í Reykjavík. Hér hef ég allar bækur mínar, þar á meðal ritgerðasafn Montaignes. Ég sé til allra höfuðátta en horfi niður á hversdagslegt mannlíf (börn að koma í skóla, fólk að ganga út með hundinn). Út um eldhúsgluggann sé ég Esju. Af svölunum sé ég tunglið fara sinn mánaðarlega hring og á bak við raðast stjörnur í sín kunnuglegu merki. Íbúðin mín á fjórðu hæ...

Kvöldmatur á þriðja degi ársins

Stykki af saltfiski útvatnað í sólarhring Kartöflur Smjör Ólífuolía Einiber Tómatur Láta suðu koma upp í stórum potti, koma fisknum þar í og taka pottinn af hellunni. Eftir smá stund er hann mátulega soðinn. Sjóða kartöflur, flysja. Steyta einiber gróflega, bræða smjör og blanda saman. Tómatur skorinn í smáa bita og hitaður í blöndu af smjöri og ólífuolíu. Úr þessu verður ljúffengur og hollur matur fyrir janúarkvöld.