Úr ævintýrinu um Turandot
Prinsessan Turandot hefur heitið að giftast engum nema þeim sem ráðið getur þrjár gátur hennar og biðlar eru miskunnarlaust drepnir ef þeim mistekst. Prinsinn af Tartaríu einn ræður gáturnar. Hinsvegar gengst hann inn á að Turandot megi drepa hann ef hún getur upp á nafni hans fyrir sólarupprás. Annars á hún að efna heit sitt um að giftast honum. Hún fyrirskipar að allir borgarbúar skuli vaka til að komast að hvað hann heitir. Um það syngur hann: PRINSINN Enginn sofi! Enginn sofi! Ekki einu sinni þú, prinsessa, í þínu kalda herbergi horfirðu á stjörnurnar sem titra af ást og von! En leyndarmál mitt er læst í mér, enginn mun vita nafn mitt. Nei, nei við munn þinn mun ég segja það þegar ljósið geislar og koss minn mun rjúfa þögnina sem gerir þig mína. KÓR KVENNA Enginn mun vita nafn hans og við munum deyja. PRINSINN Hverf þú nótt, víkið stjörnur! Við sólarupprás mun ég sigra, sigra, sigra!