Heiðnu litlu fermingarbörnin

Eins og undanfarin ár kenni ég í námskeiðinu fyrir borgaralega fermingu. Með hverju árinu velja fleiri börn þennan kost. Nú í ár er það orðinn tíundi hluti árgangsins sem fermist borgaralega. Mitt hlutverk er að hitta tvo hópa vikulega og að fræða þau ögn um – og vekja til umhugsunar um – siðferði, gagnrýna hugsun og hvað skiptir máli í lífinu. Í dag hélt ég þessu áfram og kynnti þau fyrir Mannréttingayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Hún er auðvitað grundvallarplagg en samt lítils virði ef enginn les hana og leggur eitthvað á sig til að skilja hana. Markmið mitt í dag var að fá unglingana til að hugsa um nokkur grundvallarhugtök. Þar á meðal þessi:

Virðing hverrar manneskju.
Réttindi.
Mannhelgi.
Útlegð.
Vanvirðandi refsing.
Einkalíf.


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Þegar afi minn kenndi Davíð frá Fagraskógi latínu

Vistkerfi í krukku

Fjórar tækifærisvísur