Að sjá heiminn eins og hann er
Ég er dálítið nærsýnn sem þýðir að ég sé vel flest sem er nálægt mér en í máðum línum annað sem er fjær. Þetta kemur ekki svo mjög að sök því að ég á haglega gerð gleraugu sem sýna heiminn eins og hann er. Gleraugu eru í rauninni linsur eins og eru hafðar bæði í sjónauka og smásjár. Það sem linsur gera er að breyta stefnu ljóss og safna því í svokallaðan brennipunkt eða þá að dreifa því og heita linsur því annaðhvort safnlinsur eða dreiflinsur.
Gleraugun mín eru tvískipt þannig að í hvoru gleri eru eiginlega tvær linsur. Ef ég horfi í gegn um efri hlutann af glerinu sé ég skýrt það sem er lengra frá mér. Neðri hlutinn er hannaður til að ég sjái skýrt á tölvuna eða á mælaborðið í bíl. Þetta virkar prýðilega þannig að þegar í keyri bíl sé ég vel bæði fram á veginn og á mælana í bílnum – svo vel að ég gleymi gleraugunum meðan ég hef þau á nefinu í venjulegum önnum dagsins.
Það sem er nær mér en mælaborðið í bílnum sé ég hinsvegar ekki vel með gleraugunum. Ef ég skoða litla hluti og sér í lagi þegar ég les í bók – sem ég held um það bil hálfum metra frá augunum – þá duga gleraugun ekki og þá tek ég þau af mér. Sumir hafa sérstök lesgleraugu til að setja upp til að sjá á bók en sjá vel það sem er lengra frá. Augnlæknir eða sjóntækjafræðingur er fljótur að útskýra muninn en nú man ég ekki hvernig stendur á þessu. Þegar ég sé fólk gera það sama og ég: taka af sér gleraugun til að lesa – þá myndast ákveðin tenging: Við erum eins, þú sérð heiminn eins og ég!
Gleraugun mín eru tvískipt þannig að í hvoru gleri eru eiginlega tvær linsur. Ef ég horfi í gegn um efri hlutann af glerinu sé ég skýrt það sem er lengra frá mér. Neðri hlutinn er hannaður til að ég sjái skýrt á tölvuna eða á mælaborðið í bíl. Þetta virkar prýðilega þannig að þegar í keyri bíl sé ég vel bæði fram á veginn og á mælana í bílnum – svo vel að ég gleymi gleraugunum meðan ég hef þau á nefinu í venjulegum önnum dagsins.
Það sem er nær mér en mælaborðið í bílnum sé ég hinsvegar ekki vel með gleraugunum. Ef ég skoða litla hluti og sér í lagi þegar ég les í bók – sem ég held um það bil hálfum metra frá augunum – þá duga gleraugun ekki og þá tek ég þau af mér. Sumir hafa sérstök lesgleraugu til að setja upp til að sjá á bók en sjá vel það sem er lengra frá. Augnlæknir eða sjóntækjafræðingur er fljótur að útskýra muninn en nú man ég ekki hvernig stendur á þessu. Þegar ég sé fólk gera það sama og ég: taka af sér gleraugun til að lesa – þá myndast ákveðin tenging: Við erum eins, þú sérð heiminn eins og ég!
Ummæli
Skrifa ummæli