Að trúa eigin augum
Venjulega trúi ég mínum eigin augum: ég held að hlutirnir
séu eins og ég sé þá. Einstaka sinnum gerist þó að ég sé hlutina aðeins öðruvísi
en þeir eru. Til dæmis er nóg að styðja fingri léttilega á annað augað og þá sé
ég tvöfalt. Þá held ég samt ekki að hlutirnir í kring um mig séu allt í einu
tvöfaldir því ég veit að við þessa truflun sýna augum mér ekki hlutina eins og
þeir eru. Það sem ég tel til marks um raunveruleika er samræmi, samfella, stöðugleiki.
Ummæli
Skrifa ummæli