Mansöngur

rímumuldur kvæðaköll
í konungshöll
sönnust er um víðan völl
mín vísa snjöll

efna mun í annan brag
um yndishag
svo er gott að syngja lag
um sólardag

allra besta vísnaval
og værðarmal
ástarljóð ég yrkja skal
og yndishjal

vina mín er fjarska fróð
og fríð og góð
einatt skín í auga glóð
og ólgar blóð

brosið hennar hrífur mig
á hærra stig

   allt annað má eiga sig


    — ég elska þig



Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Þegar afi minn kenndi Davíð frá Fagraskógi latínu

Vistkerfi í krukku

Fjórar tækifærisvísur