Á miðöldum var kirkjan ógnar valdamikil stofnun. Þó að veraldlegt vald – konungar og furstar – hafi stundum keppt við hana um yfirráð yfir jarðeignum og slíku þá hafa sjaldan í sögunni verið til stofnanir sem réðu eins miklu um hvað væri æskilegt og leyfilegt að hugsa. Til að sjá fyrir sér miðaldakirkjuna mætti hugsa um grunnskóla. Grunnskólinn er eins og miðaldakirkjan í öðrum mælikvarða: svipað skipulag, svipaður valdapíramíti, meintur æðri tilgangur en þó veraldlegir hagsmunaárekstrar mismunadi hópa. Eins og miðaldakirkjan gerir grunnskólinn kröfu um hlýðni, kröfu um rétta hugsun. Hugsið ykkur að þið hefðuð aldrei losnað úr grunnskóla. Reynið að ímynda ykkur að allt líf ykkar og starf, leyfilegar skoðanir, hvað viðeigandi er að segja, hver á að vera með hverjum sé skipulagt af gamla grunnskólanum ykkar. Þá nálgist þið kannski að sjá fyrir ykkur miðaldakirkjuna. Hún notaði svipuð valdatæki nema hvað skólunum er nú til dags neitað um nokkur, semsagt líkamlegar refsingar og að...