Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2020

Þekkingarfræðileg samkennd

Þegar maður uppgötvar eitthvað og langar svo mikið að segja öðrum frá og langar til að aðrir upplifi það sama – það er löngun sem ætti skilið að hafa sérstakt nafn. Hún gæti heitið þekkingarfræðileg samkennd eins og mér datt í hug í gær en það er líklega aðeins of klunnalegt heiti.  Eureka! Veistu hvað? Löngunin til að deila þekkingu

Augnablik undrunar: ormur í leðju

Mynd
Í gær bloggaði ég um það sem ég kallaði augnablik undrunar í kennslu. Augnablik eru hverful eins og þið vitið (eins og segir í ljóðinu: „Hér kvaddi lífið sér dyra en nú er það farið“). Þegar þau koma í kennslustoufunni er stundum enginn til frásagnar nema kennarinn í frímínútum á kaffistofunni. Samt fréttir kennarinn oft að nemendur hafi sagt frá slíkum augnablikum heima hjá sér og að þau hafi orðið umræðuefni á heimilum. Margt fullorðið fólk á fallegar minningar úr skólagöngu sinni um augnablik þegar eitthvað merkilegt, lærdómsríkt, undravert gerðist. Nú til dags hafa allir snjalltæki á lofti til að mynda hverja stund lífsins þannig að kannski safnast þessa dagana fleiri heimildir um þessi sérstöku augnablik. Einu sinni lánaðist mér að festa á myndskeið svona augnablik. Á þessum tíma kenndi ég á 9–12 ára börnum í Smáraskóla. Í náttúrufræðitímunum lásu þau dálítið um lífríkið í leirunni í Kópavogi og hvað þessi leira er eiginlega. Með því að bera saman flóðatöflur og stundatöfluna...

Augnablik undrunar í skólastofunni

Í kennslu koma augnablik sem kennarinn segir um eftir á: þetta er það sem gerir þetta starf þess virði að vera í því, þetta er það sem vegur upp á móti stressinu, lélegu kaupi og öllu því. Eftir svona augnablik kemur kennarinn brosandi út úr kennslustofunni og á kaffistofunni finnur hann fyrir knýjandi þörf til að segja samstarfsfólki hvað gerðist. Allt í einu gengur allt upp og meira en það: Eitthvað fer að gerast sem kennarinn hafði ekki skipulagt og alls ekki búist við og kannski eitthvað sem hann hafði ekki hugmynd um að væri hægt. Það sem gerist er að viðfangsefnið tekur völdin. Nemendurnir heillast. Allt í einu taka þeir að læra sjálfir, fara sjálfir að vinna, finna upp eigin leiðir til að leysa verkefni. Stundum er talað í endurmenntunarnámskeiðum fyrir kennara um áhuga og áhugahvöt, hvernig viðfangsefni í náminu þurfi að höfða til nemenda til að vekja áhuga þeirra. Þá er eins og kennarinn eigi að velja efni á þroskastigi níu ára barns til að geta höfðað til níu ára barns. H...

Frelsi og afturhald í uppeldi

Í umræðu um uppeldismál má alltaf heyra einhversstaðar raddir umbótasinna sem vilja róttækar breytingar á menntakerfinu. Það er fólk eins og María Montessori, John Dewey og Matthew Lipman. Við þennan lista vil ég bæta bandaríska sálfræðingnum og uppeldishugsuðinum Peter Grey sem ég hef lesið og hrifist af. Marga fleiri mætti telja. Þau gagnrýna hefðbundin valdakerfi: vald feðranna, kirkjunnar, kapitalsins. Þar á móti ganga þau út frá barninu sjálfu. Þá er talað um barnmiðja uppeldisfræði. Það viðhorf horfir á barnið sem sjálfstæða vitsmunaveru og siðferðisveru sem hafi í sér alla möguleika til þroska. Uppalandi, hvort sem það er foreldri eða kennari, þurfi því fyrst og fremst að gefa barninu tækifæri til að þroska sig sjálft og gera að veruleika allt sem þegar býr í því. Sum í þessari sveit vilja helst brjóta niður þau kerfi sem við höfum núna í kring um uppeldi. Þau sem aðhyllast framfarasinnaða uppeldisfræði tala stundum fyrir sínum málstað með því að útmála galla þess menntake...

Grunnskóli sem eftirmynd miðaldakirkjunnar

Á miðöldum var kirkjan ógnar valdamikil stofnun. Þó að veraldlegt vald – konungar og furstar – hafi stundum keppt við hana um yfirráð yfir jarðeignum og slíku þá hafa sjaldan í sögunni verið til stofnanir sem réðu eins miklu um hvað væri æskilegt og leyfilegt að hugsa.  Til að sjá fyrir sér miðaldakirkjuna mætti hugsa um grunnskóla. Grunnskólinn er eins og miðaldakirkjan í öðrum mælikvarða: svipað skipulag, svipaður valdapíramíti, meintur æðri tilgangur en þó veraldlegir hagsmunaárekstrar mismunadi hópa. Eins og miðaldakirkjan gerir grunnskólinn kröfu um hlýðni, kröfu um rétta hugsun. Hugsið ykkur að þið hefðuð aldrei losnað úr grunnskóla. Reynið að ímynda ykkur að allt líf ykkar og starf, leyfilegar skoðanir, hvað viðeigandi er að segja, hver á að vera með hverjum sé skipulagt af gamla grunnskólanum ykkar. Þá nálgist þið kannski að sjá fyrir ykkur miðaldakirkjuna. Hún notaði svipuð valdatæki nema hvað skólunum er nú til dags neitað um nokkur, semsagt líkamlegar refsingar og að...

Kertaljósið

Þessa mánuði sem myrkrið er mest úti læt ég ævinlega loga kerti heima hjá mér. Fyrsta sem ég geri á morgnana þegar ég fer á fætur er að kveikja á kerti í eldhúsinu. Því næst laga ég kaffi. Þegar ég kem heim úr vinnu kveiki ég aftur á kertinu um leið og ég kem inn úr dyrunum. Auðvitað er þetta alveg órökréttur vani, líklega einhver tegund af áráttuhegðun.  Ástæðan er ekki að kerti gefi birtu því ég hef nóg af rafmagnsljósi sem lýsir miklu skærar en þetta eina kerti. Ástæðan er heldur ekki að það gefi hlýju því að – þökk sé jarðhita Íslands – er alltaf mátulega hlýtt í íbúðinni minni. Þaðan af síður dugir þessi litli kertalogi til að elda mat. Til þess hef ég eldavél. Loginn á kertinu, lítill lifandi eldur, tengir mig við forsögulegan tíma; ég ímynda mér að ég upplifi á einhvern hátt það sama forfeður okkar og formæður sem söfnuðust saman við eldinn til að matreiða, eta, tala, segja sögur, hvílast. Ég ímynda mér að kertaloginn tengi mig við eitthvert upprunalegra ástand mannsins ...

Að sjá heiminn eins og hann er

Ég er dálítið nærsýnn sem þýðir að ég sé vel flest sem er nálægt mér en í máðum línum annað sem er fjær. Þetta kemur ekki svo mjög að sök því að ég á haglega gerð gleraugu sem sýna heiminn eins og hann er. Gleraugu eru í rauninni linsur eins og eru hafðar bæði í sjónauka og smásjár. Það sem linsur gera er að breyta stefnu ljóss og safna því í svokallaðan brennipunkt eða þá að dreifa því og heita linsur því annaðhvort safnlinsur eða dreiflinsur. Gleraugun mín eru tvískipt þannig að í hvoru gleri eru eiginlega tvær linsur. Ef ég horfi í gegn um efri hlutann af glerinu sé ég skýrt það sem er lengra frá mér. Neðri hlutinn er hannaður til að ég sjái skýrt á tölvuna eða á mælaborðið í bíl. Þetta virkar prýðilega þannig að þegar í keyri bíl sé ég vel bæði fram á veginn og á mælana í bílnum – svo vel að ég gleymi gleraugunum meðan ég hef þau á nefinu í venjulegum önnum dagsins. Það sem er nær mér en mælaborðið í bílnum sé ég hinsvegar ekki vel með gleraugunum. Ef ég skoða litla hluti og sé...

Að trúa eigin augum

Venjulega trúi ég mínum eigin augum: ég held að hlutirnir séu eins og ég sé þá. Einstaka sinnum gerist þó að ég sé hlutina aðeins öðruvísi en þeir eru. Til dæmis er nóg að styðja fingri léttilega á annað augað og þá sé ég tvöfalt. Þá held ég samt ekki að hlutirnir í kring um mig séu allt í einu tvöfaldir því ég veit að við þessa truflun sýna augum mér ekki hlutina eins og þeir eru. Það sem ég tel til marks um raunveruleika er samræmi, samfella, stöðugleiki.

Mansöngur

rímumuldur kvæðaköll í konungshöll sönnust er um víðan völl mín vísa snjöll efna mun í annan brag um yndishag svo er gott að syngja lag um sólardag allra besta vísnaval og værðarmal ástarljóð ég yrkja skal og yndishjal vina mín er fjarska fróð og fríð og góð einatt skín í auga glóð og ólgar blóð brosið hennar hrífur mig á hærra stig    allt annað má eiga sig     — ég elska þig